Um Brúðarslör.is
Sérsaumuð slör og hringapúaðrStofnað 2001
Brúðarslör.is býður uppá sérsaumuð brúðarslör. Slörin eru mjög falleg og tignarleg, þau fara vel með hvaða kjól sem er.
Það er hægt að fá brúðarslörin með mörgum tegundum af köntum og kristöllum.
Brúðarslör.is býður einnig uppá hringapúða. Hægt er að fá hringapúðana saumaða úr möttu satíni, en einnig endurnýtum við efni úr gömlum flíkum t.d. úr hör. Hægt er að fá margar gerðir af köntum á hringapúðana t.d. blúndukant eða perlukant.
Brúðarslör.is hóf starfsemi í janúar árið 2001, þá byrjaði ég að sauma brúðarslör og selja í Brúðarkjólaleigu Dóru. Smátt og smátt vatt þetta uppá sig, en ég hef saumað brúðarslör fyrir helstu brúðarkjólaleigur í Reykjavík, þ.e. Brúðarkjólaleigu Katrínar, TvöHjörtu og verslunina Prinsessuna í Mjódd.
Fljótlega fór ég einnig að sauma hringapúða og bjóða uppá sérmerkingu þeirra. Til eru margar gerðir og reyni ég einnig að koma til móts við óskir brúðhjónanna.
Sérpantanir eru mitt uppáhald, það að reyna að koma á móts við þarfir brúðarinnar og sauma draumaslörið.
Ella Jóna
Stofnandi og eigandi
Fjallafrúin -saumar-
Hver er saumakonan
Hver er saumakonan
Ég heiti fullu nafni Elín Jóna Traustadóttir alltaf kölluð Ella Jóna og er fædd árið 1971 og uppalin í Unnarholti í Hrunamannahreppi.
Núna bý ég í Tungufelli í Hrunamannahreppi sem er efsti bærinn í sveitinni. Ég á þrjú börn Maríönnu fædda 1995, Einar Trausta fæddan 1998 og Elínu Helgu fædda 2011. Maðurinn minn heitir Svanur Einarsson og er hann frá Tungufelli og erum við ógift. Við stundum búskap með kýr, kindur og hesta.
Ég hef lengi haft áhuga á saumaskap og hef frá barnsæsku saumað nánast öll mín spariföt sjálf. Upphaf þess að ég fór að sauma brúðarslör var að ég eignaðist bók um hvernig ætti að sauma brúðarkjóla og samkvæmiskjóla. Ég sá aftast í bókinni að þar var einnig sagt frá því hvernig ætti að sauma brúðarslör og datt í hug að þarna væri eitthvað sem ég gæti gert þar sem þetta væri örugglega ekki saumað hér á Íslandi. Ég vatt mér í að panta efni að utan og saumaði tvö slör til prufu og sendi síðan tölvupóst til allra brúðarkjólaleiga á höfuðborgarsvæðinu. Ein svaraði mér en það var hún Sólveig sem átti þá Brúðarkjólaleigu Dóru. Henni leyst mjög vel á og þá fór boltinn að rúlla. Ég á Sólveigu miklar þakkir fyrir að hvetja mig áfram.
Haustið 2005 festum ég og móðir mín Elín Guðfinnsdóttir kaup á nýrri Designer 1 saumavél og tók þá móðir mín (kölluð Ellý) við að sauma hringapúðana.
Árið 2019 keypti ég nýja saumavél Designer Brilliance 80 og er hún kærkomin viðbót við saumaskapinn.
Brúðarslör eru sígild og gaman að geta boðið uppá íslenska framleiðslu. Það er gaman að geta haldð uppá hringapúðann til minningar um stóra daginn.
Brúðarslör.is er í eigu.
Fjallaspuna ehf
KT: 590123-0210
Fjallafrúin -saumar-
Elín Jóna Traustadóttir
Tungufell 1a, 846 Flúðir
brudarslor@brudarslor
+354 893 6423