Hvernig er best að meðhöndla slörið?

Slörið kemur samanpakkað og getur verið svolítið krumpað þegar það kemur.  Best er að láta slörið einfaldlega hanga í smá tíma þá jafnar það sig.

Ekki er gott að strauja slörið þar sem það er úr þannig efni að það getur bráðnað, ef þú hefur aðgang að gufutæki er gott að gufa það frekar.

Hvernig er best að festa brúðarslörið?

Slörið kemur með kambi og þarf að festa hann rétt í svo að slörið snúi rétt og fari vel.

  • Haltu kambinum þannig að hann myndi „U“ og tindarnir snúi fram.  Slörið á að vera aftur með hnakkanum og ef það er tvöfalt á styttri hlutinn að snúa upp.

veil_1-1_grande

  • Nú er kambinum snúið niður og honum stungið í hárið

veil_1-2_grande

  • Kamburinn ætti nú að vera vel fastur í hárinu

veil_1-4_grande

  • Gott er að nota spennur til að festa kambinn rækilega

veil_placement_large